20 mars, 2007

Vændi á Íslandi

Þurfti að fjalla um Íslands í dag í gær. Þar sem Bjarni Benediktsson og Árni Gíslason tókust á um nýju lögin varðandi vændi. Þar sem ég hafði ekkert að gera og þurfti að bíða eftir 10 fréttum þá hlustaði ég á þessar umræður.

Nýju lögin eru þannig að það er ekki refsivert að stunda vændi, svo lengi sem þú ert ekki pimp eða að vændi sé aðalatvinna þín.

Í umræðuþættinum þá var minnst á sænskuleiðina, Bjarni Benediktsson, setti þetta upp eins og það væru bara tveir kostir í dæminu. Sænsku leiðina eða þessa leið og þar sem sænska leiðin væri nú með galla þá þyrftu þeir að taka hina leiðina.

Atli Gíslason var gamall og lengi að tala og hans rökstuðningur einhvern veginn festist ekki í huganum á mér. Örugglega talaði með góðum rökum og málflutningi en satt að segja man ég lítið það sem hann sagði.

Það var samt eitt atriði sem ég sperrti eyrunum við. Hann Bjarni sagði að sænska leiðin væri slæm þar í Svíþjóð hafði þessi leið ýtt vændinu á netið og í undirheimana og nú væri þessi heimur einhvern veginn harðari. Og notaði þetta sem eitt af rökunum fyrir því af hverju það ætti ekki að fara þessa leið.

En hvernig er þetta á Íslandi? Er götuvændi? Hvar er vændið? Nú það er á netinu, í dópheiminum, í undirheimunum.

En gaman.. núna getum við átt von á því að ganga niður Laugaveginn og fengið "pisst, ertu að leita þér að skemmtun?" frá klæðalítilli stúlku á götuhorni, og auðvitað löglega. Ég meina, þetta er bara aukavinnan hennar með skólanum.

Ég er bara að spá hvort að menn eins og Bjarni Benediktsson vilja að vændi sé löglegt og það verði eitt af atvinnumöguleikum sem er hægt að stunda hér á Íslandi?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli