07 mars, 2007

Klám

Klám er búið að vera frekar mikið í umræðunni upp á síðkastið. Byrjaði með klámráðstefnunni (sem ég myndi frekar kalla árshátíð heldur en ráðstefnu) og hefur haldið áfram eftir það. Menn eru að vitna í Silfur Egils þar sem feminísti fór hamförum og lýsti klámi við kynferðislegu ofbeldi.

Ég tók fyrst eftir þessu hjá Hrannari og síðan lenti ég á spjalli við Gissur um þetta og þá fór áhuginn fyrst á flug.

En fyrst.. klámráðstefnan. Ég fagnaði því en var undrandi þegar bændasamtökin neituðu "ráðstefnugestum" gistingu. Ég var á þeirri skoðun að Ísland ætti ekkert að vera taka á móti klámráðstefnum, en ég hugsaði að það væri voða lítið sem væri hægt að gera. Það væri fáránlegt að setja lög um þetta og það eina sem væri hægt að gera væri að bíða eftir því að þeir gerðu eitthvað ólöglegt. En svo komu Bændasamtökin til bjargar og sagði nei. Þeir eiga hrós skilið.

En að klámi. Ég hef horft á það. Gerði það nokkuð mikið á tímabili og fannst ekkert að því. En í dag þá eru skoðanir mínar að breytast. Ég er að gera rannsókn á kynfræðslu í íslenskum skólum og þá fær maður upplýsingar að unglingar vilja fræðast um endaþarmsmök og maður fær vitneskju um að það unglingsstúlkur noti munnmök til að komast inní partí. En hvað tengist það klámi? Ég held að það aukin aðgangur að klámefni sem er staðreynd hafi áhrif á viðhorfum unglingspilts til kynlífs.

En klám er ekkert slæmt.. fyrir sko.. þessa eldri.. ég var á þeirri skoðun líka. En síðan lítur maður í kringum sig og spáir í hvað ég var að horfa á. Ég þori nú varla að setja það hérna inn.. en það voru ýmsar heimasíður sem ég leit á þar sem kynlífið sem þar var sýnt var ekki fallegt eða á nokkurn hátt heilbrigt.

Síðan rakst ég á grein sem ég er sammála. Fræðimaður sem rannsakar klám og spyr einfaldlega hvað er verið að sýna í klámmynd, og hvort við viljum hafa þetta á boðstólnum.

Hann segir "Men spend $10 billion on pornography a year. 11,000 new pornographic films are made every year. And in those films, women are not people.

In pornography, women are three holes and two hands.

Women in pornography have no hopes and no dreams and no value apart from the friction those holes and hands can produce on a man’s penis.
."

Klám er slæmt... mjög slæmur hlutur og þegar ég hugsa betur um þetta þá fyllist ég viðbjóði og skömm á sjálfum mér.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli