05 mars, 2007

Matarskattslækkun

Ég er búin að vera hlusta á misvitra pólitíkusa ræða um þessa matarskattlækkun í þó nokkra mánuði. Og nú er 1. mars liðin og matarverð á að vera lækkað. En hvað þýðir þetta?

Þetta þýðir einfaldlega að ef verslun hefur ekki lækkað verð þá hefur hún hækkað verð um að minnsta kosti 7%. Ég hef farið í hinar og þessar verslanir og hef komist að því að það eru nokkrar búðir sem ekki hafa lækkað verð. James Bönd sjoppan nálægt vinnunni hún hefur ekki lækkað verð á gosi né sælgæti sem ætti hafa lækkað um 14%. Eða rétta er sagt að virðisaukaskatturinn sem var 24,5% en nú er þetta 7%. Það þýðir að fyrir 1. mars þá kostaði 170 krónur að kaupa hálfan lítir af kók, skatturinn var 33 krónur. Eftir breytinguna er skatturinn 11 krónur. Verðið ætti að vera 148 krónur, í stað þess að lækka hefur sjoppan hækkað verð um 22 krónur!

Ég held að þessi lækkun þýði bara eitt.. verslanir og birgjar fá meiri pening! Jibbí...

En sjoppan í Grafarholti hefur lækkað, Hrói Höttur er búin að lækka.

En hvað getur maður sagt? Grátið?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli