28 febrúar, 2007

Ritgerðin

Er komin með fyrstu drögin af fræðilega kaflanum af ritgerðinni minni. Loksins. 2 blaðsíður af heimildaskrá... en það er merkilegt með svona hluti að ég er í einhverju tómi.. veit ekki hvort að það vanti eitthvað eða ekki...

Næst er það rannsóknin mín.. þarf eiginlega að fara niður á þjóðarbókhlöðu og hanga þar í einhvern tíma.. gera kafla um hvernig eigindlegar rannsóknir eru gerðar o.s.frv. Er með þetta allt í hausnum en þarf að finna heimildir. Er búin að finna efnisyfirlit sem ég þarf að kíkja yfir og nota til viðmiðunar.

Er komin með alla rannsóknina, búin að skrifa upp viðtölin og greina þau.

Hún er að fæðast.. hún er að vaxa.

Fegurð og hamingja.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli