13 febrúar, 2007

Kynfræðsla

Ég hef verði að rannsaka kynfræðslu í langan tíma. Reyna að átta mig á því hvernig staða hennar er á Íslandi.

Eftir ágæta skoðun og heimildaleit þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það er ekkert verði að gera í kynfræðslu. Ekkert spáð í henni.

Jú það voru gefnar út tvær bækur í fyrra sem satt að segja var margt líkt með þeim í efnistökum.

En er kynfræðsla vandamál? Hvers vegna ætti samfélagið að fjárfesta í kynfræðslu? Er kynhegðun unglinga á Íslandi vandamál? Það er ekkert einfalt svar í því, og mörg svör eru á þá leið að við erum að sjúkdómsvæða þunganir unglingsstúlkna.. sem er ekki víst hvort að sé rétt. Er ekki vandamálið frekar í samfélaginu heldur hjá einstökum stúlkum sem verða þungaðar?

Eftir langa daufa mánuði er ég loksins að komast aftur í gír.. jú bara 1. gír og þetta fer allt hægt af stað.. en svona er ég víst bara.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli