19 febrúar, 2007

Fréttir

Það voru mjög skemmtilegar fréttir í kvöld.

Önnur kom tvisvar, í 10 fréttum rúv og 18:30 á stöð 2 og fjallað um þetta rosalega Heiðmerkur-greftrar mál. Ekki nóg með það að Kópavogsbær hafði ekki leyfi fyrir framkvæmdunum, grófu nokkra trjálundi upp án allra samráðs við þá sem höfðu eytt tíma og peningum í að rækta upp lundina, þá fóru framkvæmdaaðilarnir með tré í burtu frá staðnum. Og það var ekki fyrr en eftir að lögregla hafði fundið trén að þeir koma með þær upplýsingar um að þau voru í geymslu. Maður hefði nú haldið að það hefði verði mjög sniðugt trix að segja frá því að þeir hefðu sett tré í geymslu þegar fréttir komu um það að öll trén hafi farið á haugana. Nei best að sitja á þeim upplýsingum þangað til að löggan er búin að finna þau og ásakanir eru komnar um að þau séu seld. Þetta er magnað mál

Síðan kom Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og skeit duglega á Sturlu Böðvarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, fyrir að stefna ekki að klára hringveginn í næstu samgönguáætlun. Ég hef nú sjaldan verði hrifin og hvað þá sammála Halldóri Blöndal en hann fær nokkra stóra punkta fyrir þessa gagnrýni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli