09 febrúar, 2007

Peningar

Kreditkortið farið. Yfirdrátturinn farin. Sparnaður hafin.

Jæja eftir að hafa farið aðeins yfir fjármálin mín þá er ég búin að taka nokkrar stórar ákvarðanir.

1. Ekkert verður fengið að láni. Ef ég á ekki pening fyrir því, þá kaupi ég það ekki.
2. 10% af launum, til að byrja með, verður sett í sparnað. Alveg sama hvernig ástandið er.
3. Eltist ekki við útsölur eða tilboð, nema ef það sé eitthvað sem ég hafði ákveðið að kaupa.
4. Fjárhagsbókhald verður haldið.
5. Ég mun fara í gegnum bókasafnið mitt þegar ég kemst í það og fer yfir það.

Já svona er ástandið í dag.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli