22 febrúar, 2007

Fréttir og minningar

Jæja í tilefni af því að þetta er 666. pósturinn sem ég skrifa á þetta blogg þá ætla ég að rita um æskuminningar sem rifjuðust upp fyrir nokkrum dögum og síðan eina frétt.

Byrjum á fréttinni. Nú er það útvarpsfrétt, sem fjallar um þetta víðfræga Heiðmerkur mál. Enn einn aðilinn er komin í málið. Skógrækt ríkisins er komin í málið og hefur kært. Skógræktarfélag Reykjavíkur byrjaði á þessu máli og þeir hafa hótað að kæra en virðist nú hafa talað við Kópavogsbæ og allir virðast hafa sest á sáttastól.

En nú kemur skógræktarstjóri og kærir og hann ætlar að gera Kópavogsbæ að fordæmi. Að mínu áliti þá hittir Jón Loftsson algjörlega naglan á höfuðið. Það var vaðið áfram í þessu máli án þess að tala við kóng né prest og virt allt að vettugi.

Við vorum að ræða um daginn, ég, pabbi, mamma og brói um húsnæðismál og þá staðreynd að hugsanlega eru mamma og pabbi að minnka við sig húsnæði (innskot: ég verð þá heimilislaus.. ætti ég kannski að gera eins og þessi?). Mamma sagði þá eins og hún hefur nokkuð oft sagt áður "já, þegar ég verð orðin 67 ára þá ætla ég að flytja á milli barnanna minna og búa hjá þeim 4 mánuði á ári". Þegar hún sagði þetta þá rifjaði hún líka fyrstu viðbrögð mín við þessu, ég var víst eitthvað í kringum 6 ára og ég sagði:
Þú getur ekki verið hjá mér!
Nú?
Ég verð landkönnuður og verð að fara út um allan heim.
Ég get alveg komið með.
Þú á hjólastólnum að ferðast í gegnum frumskóga (síðan tók ég víst bakföll af hlátri við að ímynda mér aldraða móður mína í hjólastól að reyna ferðast í gegnum mikinn frumskóg).

Málið er að ég man eftir þessu. Um leið og hún fór að tala um þetta þá man ég eftir þessu spjalli og hvað mér fannst fáránlegt að mamma mín skyldi vilja koma með mér í frumskóginn á hjólastólnum.

En þá fór ég að rifja upp hvað ég var að hugsa um lífið þá og uppgötvaði það að ég hafði aldrei ímyndað mér mig í einhverju hús, með girðingu í kringum, búandi á einhverjum einum stað og með eina vinnu. Ég var annað hvort í einhverjum gríðarlegum fantasíu heimi (nota bene áður en ég fór að spila RGP) þar sem ég var að eltast við fjarsjóði eða klifra fjöll og berjast við bófa. En aldrei sá ég mig einhver staðar með rætur.. alltaf rótlaus. Eins og ég er í dag. Í dag get ég alveg ímyndað mig með rætur, börn, hús og bíl.. en það er einhvern veginn fjarlægt.. og ég vil helst að það sé svolítið rótlaust. Að ég geti farið með fjölskylduna til útlanda og gert eitthvað þar. En hvað með ykkur? Þegar þið hugsið til baka, voruð þið svona rótlaus í hugmyndum ykkar um framtíðina?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli