20 febrúar, 2007

Heiðmerkurmálið

Jæja, er þetta nú ekki gaman, að fá svona beina innspýtingu úr fréttaheimi Íslands frá mér?

Það kom enn ein fréttin sem var áhugaverð. Það var talað við Gunnar Birgisson, bæjarstjóra Kópavogsbæjar, um Heiðmerkurmálið. Algerlega mátlaust viðtal þar sem hann fær að kenna Reykjavíkurborg um allt málið.

Það sem er merkilegt við þessa frétt er ekki hvað hann segir heldur hvað hann er ekki spurður um. Hvar er vangaveltan um að Kópavogsbær var ekki komin með framkvæmdaleyfi fyrir þessu, kannski voru þeir ekki komnir með framkvæmdaleyfi vegna þess að Reykjavíkurborg átti eftir að fara betur yfir málið með skógræktarfélaginu, setja málið í almennilegan farveg o.s.frv. Jú það er kannski rétt það sem Gunnar segir að það er mál eigandanna að láta hluteiganda vita af málavöxtum en það er líka þeirra hlutur að samþykkja þessa framkvæmd áður en hún er hafin.

En dæmigert fyrir fréttir í dag.. hann færi að slá ryki eða þyrla upp reyk og tafsa á umræðunni þannig að fólk fær leið á þessu og fer að hugsa um eitthvað annað.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli