11 mars, 2007

Skilgreining á Klámi

Eftir hressilegt upphlaup um klám þá er best að halda því áfram og reyna útskýra hvað ég meina með orðinu Klám.

Klám í mínum huga er miðlað efni þar sem eini tilgangurinn er að vekja kynferðislegar hugsanir.

Klám og kynlíf eiga ekkert sameiginlegt í mínum huga. Ef það er reynt að vekja umræðu og hugsanir sem beinast að einhverju öðru en kynlífi þá er það ekki klám.

Núna er þetta auðvitað ekki fullkomin skilgreingin og eflaust helling af göllum og það er eflaust hægt að finna undantekningar. En þetta er það sem ég meina er ég tala um klám.

Í flest öllum tilfellum þegar fólk er að tala um klám þá hef ég á tilfinningu að annað hvort hefur fólk ekki horft á klámi eða það er að verja samvisku sína vegna klámáhorfs. Meirihlutinn.. meira en 95% af klámi sem er auðvelt að ná í á netinu er viðbjóður, kvenfyrirlitning, ofbeldi, o.sfrv. Hann Robert Jensen, vinur minn, hefur gert rannsóknir og þetta er hans niðurstaða. Þetta er líka mín niðurstaða.

Ég vil hefta algerlega aðgang að þessu, ég vil setja þetta niður í myrkrið, láta þetta vera eitthvern hlut sem bara einhverjir perrakallar horfi á. Ekki að stór hluti unglinga fái óheftan aðgang að þessu og engin kippir sig upp við að stór hluti ungra karlmanna noti þetta til að rúnka sér yfir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli