19 september skrifaði ég nokkuð langan pistil um Grays anatomy og ég ætla enn og aftur að skrifa meira um þann sjónvarpsþátt.
Ég horfi ágætlega mikið á imbann, Heroes, CSI, Dexter, Battlestar:Galactica, Supernatural..þið sjáið svona hvaða þema ég horfi á.
En Grays... var að klára að horfa á nokkra þætti og jafnvel í þriðju seríu hafa þeir ekki misst úr taktinn. Engin af aðalpersónunum er dottin úr eða orðin leiðinlegur. Þeir hafa þróað persónurnar í vel úthugsaða átt og skapað persónur sem maður þykir vænt um.
Enn er skemmtilegasta persónan Dr. Yang og samband hennar við Dr. Burke er stórkostlegt. Mannlegi þátturinn hennar hefur verið dregin meira og meira í sviðsljósið og ég get ekki gert neitt annað en þótt voðalega vænt um hana.
Dr. Alex Korev er líka að stöðugt að vinna á. Margt sem hægt að vinna í honum.
Hlakka til að horfa á.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli