05 maí, 2007

Vinna á laugardegi

Ég er búinn að sitja við eldhúsborðið heima hjá mér, fyrir framan tölvuskjá í allan dag, búinn að vera fara yfir ritgerðina með ábendingar kennarans í huga. Frá hádegi til klukkan hálf tíu. Núna er ritgerðin farin til Kristbjörns sem tók að sér það "skemmtilega" verk að lesa yfir hana.

Ég er búinn að taka svona 60 armbeygjur í dag, reyna lyfta mér upp á dótinu hans pabba 6 sinnum (aldrei tekist), tekið þó nokkrar jógastelling, etið (já, etið, ekki borðað, þar sem það myndi ekki lýsa hvernig ég tróð í mig) helling af nammi, drukkið um einn og hálfan lítir af pepsi max og tekið nokkrar box combo.

Þetta er búið að vera erfiður dagur. En ég held að hann sé þess virði.

Jæja best að skella sér í vinnuna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli