05 maí, 2007

Spjall við kennarann

Ég fékk ritgerðina í hendurnar í gær aftur frá kennaranum. Ég dvaldi hjá henni í tvo tíma. Hún sagði mér frá hennar áliti á ritgerðinni, sagði að athugunin væri góð og kaflinn sem fjallaði um hana vera nokkuð góðan og það væri lítið við hann að athuga. Einhver texti sem þurfti að laga en ekki mikið annað.

Hitt var annað mál. Bæta við inngang, gera fræðilegri kafla betri þá sérstaklega um námsefnið sem er til og fjalla ítarlega um námskrána. Gera niðurstöðukaflana mun betri og skerpa talsvert á þeim. Það þurfti ekki að laga heimildaskránna.

Hún spurði líka hvort að ég væri lesblindur. Hún sagði að ég flakkaði fram og til baka í tíðum og setningauppsetning hjá mér væri á köflum mjög slæm.

Ég hélt andliti allan tímann meðan ég var ég hjá henni. Eftir að ég rölti út þá var ég alveg tómur, þetta tók rosalega á, mun meira en ég bjóst við.

Ég vissi svo sem að ég væri slæmur í íslensku. En ég veit ekki hvort að ég gerði mér grein fyrir því að ég væri svo slæmur að einhver fékk þörf fyrir að spyrja hvort ég væri lesblindur. Ég gerði mér grein fyrir því að þetta er fötlun ef fólki finnst að ég sé svona slæmur í íslensku. Hvernig get ég skilað skýrslu ef fólk tekur bara eftir málvillum, hvernig get ég kennt í eldri bekkjum grunnskóla ef nemendur fara að leiðrétta mig í stafsetning og málfari?

Ég er tómur, algerlega tómur, fann fyrir því þegar ég gekk út. Finnst ég vera misheppnaður og algerlega týndur. Draumar mínir um að gefa út bók, gerast rithöfundur, mennta mig enn frekar og vera gott fordæmi fyrir aðra til að fylgja eftir.. allir þessir draumar eru einhvern veginn komnir lengra í burtu en þeir voru.

Mig dreymdi illa í nótt og vaknaði um miðja nótt með blóðnasir. Hef stundum fengið blóðnasir upp úr þurru vegna spennu og stress í líkamanum. Ég hef fengið blóðnasir við að lesa spennandi bók svo þetta er kannski ekki óeðlilegt. Eða kannski eru þetta sterkari vísbendingar um geðveiluna í mér?

Ég er kominn með prófarkalesara sem mun fara yfir ritgerðina og er byrjaður að fara yfir ritgerðina með punktunum sem kennarinn lét mig fá. Ég veit að ég mun skila ritgerðinni, en þetta rosa högg á sjálfsvirðinguna og -álitið er eitthvað sem ég verð lengi að jafna mig á.

Ekki svo að skilja að ég viti ekki að ég hef marga góða kosti og ég veit að ég er heppinn vegna þeirra vináttu og fjölskyldu sem ég hef fengið að njóta hingað til. Ég hafði bara meiri trúa á mér.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli