19 maí, 2007

Sumarið

Ég hef tekið ákvörðun varðandi sumarið. Ég ætla aðeins að róa mig niður og setjast yfir framtíðarplön. Ekki taka neinar ákvarðanir. Ætla vinna í Þjóðarbókhlöðunni og í FMV. Ég hafði hugmyndir um meistaranám en ákvað að fresta því aðeins. Ætla setjast niður og forgangsraða ýmsum hlutum og skoða ýmsa hluti betur.

Ég á afmæli eftir 1 klukkustund og 4 mínútur þegar þetta er skrifað. Afmælisdagurinn verður harla merkilegur þar sem ég verð að vinna allan daginn. Er með sjónvarpsfréttirnar sem voru í kvöld, morgun- og hádegisfréttirnar á morgun og svo kvöldfréttir stöðvar 2 á morgun. Ætli ég verði ekki búinn að vinna um níu leytið.

Kærastan er búin að plana eitthvað en ég hef ekki hugmynd um hvað það er. Verð bara að láta koma mér á óvart.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli