Hann Jón Sigurðsson fyrrverandi seðlabankastjóri er stiginn niður sem formaður Framsóknar. Þetta kemur ekkert á óvart þar sem hann náði ekki inná þing og er fallinn úr ráðherrastól.
Ég held að Framsókn muni láta lítið í sér heyrast á næstunni. Þeir munu stokka upp spilin og velta fyrir sér framtíðinni. Það gerist ekki mikið hjá henni fyrr en að næsta flokksþingi.
Ég held að það hafa tvær fylkingar verið í Framsókn, nýir tímar með Halldór Ásgrímssyni og svo gamla hugmyndafræðin. Miðað við atburðina sem eru að gerast í Framsókn þá virðist gamla hugmyndafræðin algerla ráða núna. Þegar Halldór fór þá lýsti hann yfir algjörum vantrausti á Guðna Ágústsson þar sem hann átti að stíga upp í sætið. Það voru orðrómar um Finn Magnússon og einhverja fleiri kalla en síðan var hann Jón Sigurðsson dreginn upp sem eitthvað óskabarn og gerður að formanni.
Hann tók við rjúkandi rústum, ekki bara fór virtur þingmaður og ráðherra á móti honum í kosningunum (Siv) og fékk góða kosningu, þá leit allt út fyrir að Framsókn myndi tapa stór í næstu þingkosningum. En hann reyndi og því miður þá kom hann fram eins og hrokafullur menningarsnobbari í fjölmiðlum. Guðni var nokkuð sniðugur svona eftir á að hyggja, að fara ekki í formannslaginn, þeir töpuðu kosningunum og þá getur Jón tekið það fall.
Jónína Bjartmarz fór á móti Guðna í varaformanninn og tapaði, núna er hún fallin af þingi.
Ég ætla að spá því að Guðni muni standa sig ágætlega í formanns hlutverkinu, það á eftir að gusta af Valgerði Sverrisdóttur á þinginu og hún mun taka við varaformanninum.
Ég hugsa að það sé spennandi tímar framundan hjá Framsókn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli