08 maí, 2007

Að nálgast endamörkin

Kristbjörn tók að sér að lesa yfir ritgerðina. Hann er á fullu að fara yfir og það gengur mjög vel. En þetta er mikið verk og aðal verkið er að samþætta stílinn. Ég er víst með stíl sem nefnist "algjör beygla og ringulreið".

Bætti við nokkrum heimildum í ritgerðina og fann eina sem hefði hjálpað mér rosalega.. ef ég hefði fundið hana fyrir 2 vikum.. núna er bara minnst á hana.

Í dag er þriðjudagur, á morgun skila ég lokadrögum til kennarans.. snemma morguns.. mun eflaust fá hana strax aftur um kvöldið eða fyrr part fimmtudags. Þá hef ég einn dag í að leiðrétta helstu agnúana.

Síðan föstudagur... þá eru skil. Þá verður skotist í háskólafjölritun og keypt nokkur stykki af "Engin skylda að kenna kynfræðslu".

Ég hugsa að ég bjóði Kristbirni upp á ís...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli