09 maí, 2007

Farin

Það virðast margir hafa verði með þá flugu í kollinum að ég væri búinn að skila ritgerðinni. Svo er ekki. Sú ritgerð sem ég skilaði voru fyrstu drög til kennara.

Nú eru farin af stað síðust drögin til kennarans. 46 síður, 14.228 orð, 75.472 stafir.

Ég ætlaði að skrifa þakkir en þar sem ritgerðin er ekki enn kominn í höfn þá ákvað ég að hætta við það.

Miðvikudagur, Fimmtudagur... Föstudagur. Um klukkan 16:00 verður þessari göngu lokið.

Eftir föstudaginn á ég ekki lengur eftir að gera ritgerðina. Ég get sagt við fólk sem er að tala um Ba ritgerð "þetta er ekkert mál, maður þarf bara að byrja".

Hugsa að ég geti ekki lýst þeirri tilfinningu að þetta sé að verða búið.. hugsa að ég sleppi því þangað til að þetta er búið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli