Ég hef af og til skellt mér í einhverja hreyfingu, og einu sinni hef ég skellt mér í aðhald. Ég hef boxað, dansað, jógað og lyft lóðum.
Þetta hefur allt verið gaman en einhvern veginn lognast út af. Síðast fór ég í herþjálfun og eftir 6 vikur þá var námskeiðið búið og ég réttlætti fyrir sjálfum mér að ég hafði ekki efni á þessu (lesist: nennti þessu ekki meira).
En nú er ég komin aftur á kreik og ætla að skella mér í box. Var í öðrum tímanum í gær. Tókst að draga Ragga með mér á þá tíma og við höfum fjárfest í mánaðarkorti. Já núna er það box þrisvar í viku. Í dag er ég með harðsperru í hægri kálfa og axlirnar eru eitthvað að kvarta og líkaminn er svo með eitthvað almennt tuð um verki og þreytu.
Verð einhvern veginn að koma blóðin í mér af stað.
Annars þá var ég að rita upp viðtal og kláraði 13 mínútur og 25 sekúndur af því viðtali sem skilaði sér í 4 A4 blaðsíðum. Ágætur árangur það en ætla mér að tvöfalda það að minnsta kosti í dag. Markmið dagsins er að vera búin með 30 mínútur af viðtalinu. (uppfærsla - er búinn með 30 mín á viðtalinu, kominn í 9 blaðsíður... en ætla halda áfram... klukkan er 15:25 og viðtali er lokið.)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli