29 apríl, 2007

Helgi

Á föstudagskvöld var tónleikakvöld. Byrjaði á því að kíkja á Torvaldssen þar sem ég hitti vinnufélagana þar sem var drukkið öl og etið fusion mat. Ég átti langt kvöld framundan þannig að ég fékk mér einn bjór og ég mér svo við kókið.

Síðan bauð kærastan mér á tónleika með Nouvelle Vague.



Eftir yndislega tónleika var skotist aftur á Torvaldssen og rölt með fólkinu um bæinn. En um eitt leytið þá kvaddi ég hópinn og hélt á Grand Rokk til að hlusta á snilldarbandið Dikta. Á þeim tónleikum var svitnað vegna hita og mannþröngs. En frábærir tónleikar sem ég verð einfaldlega að heyra meira af.

Um ritgerð er þetta að segja.. Ég er á síðustu metrunum. 40 bls eru komnar, búin að setja upp, er búin að finna titil "Það er ekki skylda að kenna kynfræðslu - Staða kynfræðslunnar á Íslandi". En er ekki með hann 100%.

Það er búið að lesa yfir ritgerðina, Elli, Halli og Hallur hafa aðstoðað mig að þessu leyti. Núna er ég að fara yfir nokkra punkta sem Hallur bendi mér á og á morgun mun ég skila fyrstu drögum til kennarans.

Ég hlakka svo til..

Engin ummæli:

Skrifa ummæli