Já, það hafa margir bent á ýmislegt sem betur mætti fara. Það er einn búin að lofa mér að senda til mín ábendingar (eða tuð eins og hann kallaði það) í kvöld.
Það virðist vera tilhneying til þess að reyna draga úr gagnrýni. Ég skil þessa lensku og geri þetta eflaust oft sjálfur. En gallinn er að þá kannski stendur maður með ritgerð í höndunum sem er meingölluð. Maður á að gera eins og Dale Carnegy.
Byrja að koma með eitthvað hrós "setningin á blaðsíðu 5 er nokkuð góð eða þetta er nokkuð löng heimildaskrá" síðan á að koma með bomburnar. Og vera með góða gagnrýni.. ekki segja mér finnst hún góð eða ekki góð.. heldur segja hvað er gott. og hvað er slæmt.
En ég er rosa þakklátur fyrir alla þá gagnrýni sem ég fæ. Ef ég fæ hana þá segir það mér að ég get bætt um betur.
Núna er ég að vinna í umræðukaflanum sem er augljóslega allt of mikið blaður og ekki reynt að svara spurningum sem ég set fram. Búin að setja rannsóknarspurningarnar betur upp og er að umræðukaflanum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli