02 apríl, 2007

Heimavinnandi húsmóðir

Var beðin um að passa börn kærustunnar í dag. Þau eru auðvitað í skólafríi en foreldrið var í vinnunni. Var auðvitað vakinn snemma og borðaði morgunmat, síðan komu frænkur og vinir í heimsókn og á meðan þá þreif ég baðið, vaskaði upp, skúraði eldhúsið,þreif hamstursbúrið. Spilaði síðan landnemana og núna er annað barnið farið út á meðan hitt situr við tölvuna og er að "sýna" frænku sinni neopets.

Íbúðin er tiltölulega hrein og ég nenni varla að þrífa meira.

Þetta er búið að vera ágætt, bara rólegt með hávaðaköflum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli