12 apríl, 2007

Ritgerð og líðandi stund

Já nútíminn kallar. Maður getur ekki troðið höfðinu ofan í sandinn og vonast til þess að allt bjargi sér af sjálfsdáðum.

Jæja það gengur ekki lengur og nú hef ég tekið ákvörðun um að rita hér á bloggið mitt hvernig mér gengur með ritgerðina, einu sinni á dag mun ég rita árangur dagsins og hvaða verkefni ég er að taka mér fyrir hendur.

Ef þið sjáið að ég hef ekki skrifað neitt þá bið ég ykkur, lesendur góðir, að hafa samband bið mig með tölvupósti eða símhringingum og böggið mig... já ég vil fá bögg.

Það eru 29 dagar til stefnu og ég verð að klára þessa ritgerð og þarf smá stuðning við.

Þannig að ég bið ykkur um smá aðstoð.

Annars er allt í góðu, fór um páskana í sumarbústað og það gekk framar vonum, vorum 6 fullorðnir og 5 börn í 48 fermetrum í þrjár nætur og engin rifrildi og engin pirringur. Alveg ótrúlegt.

En já lærdómurinn kallar. Í dag er ritun viðtals. Mun segja ykkur á morgun hvernig gekk og hvað ég er komin langt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli