12 nóvember, 2007

Bíó

Fór á myndina Halloween á föstudaginn síðasta.. eða var það á fimmtudaginn? Held að það hafi verði fimmtudagurinn.

En alla vega.. Ég fór á þessa ágætu ræmu og síðan á laugardaginn þá tók kærastan mín upprunalegu myndina á Video á laugardaginn svo þessi helgi var soldið Halloween helgi. En ég verð nú að játa að endurgerðin er talsvert betri heldur en hin upprunalegri.. en gallinn er að þegar maður er að meta eitthvað miðað við algert rusl þá er það ekki góð einkunn að segja að eitthvað sé betra en rusl.

Halloween var sjokkerandi á sínum tíma og varð vinsæl. Nýja halloween verður það aldrei... þrátt fyrir að byrjunin á myndinni var mjög andstyggileg. Það var besti partur myndarinnar.

Seinni hlutinn var algert rusl.

En maður bjóst svo sem ekki við neinu meistaverki.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli