29 nóvember, 2007

Um stíflur og vellíðan

(þessi póstur er um hægðir.. þeir sem vilja ekki lesa um svoleiðis þeir skulu fara á eitthvað moggablogg og eyða nokkurri stund þar)

Þeir sem hafa lesið mig lengi og þekkja mig í eigin persónu vita að hægðir eru mér hugleiknar. Þar sem ég er með iðraólgu þá er það kannski ekkert skrýtið. En frá því að ég flutti á Vallarheiði þá hefur iðraólgan algerlega dregið sig í hlé. Hægðirnar mínar eru yndislegar. Eru fastar í sér og góðar, reglulegar og bara yndislegar.

Fyrir nokkru þá tókst mér meira að segja að stífla klósettið með mínum hægðum en eftir mikið þuml og röfl um þetta þá hringdum við í Björninn og hann kom og reddaði þessu á innan við mínútu.

Yndislegar hægðir, þrátt fyrir mikið nammiát.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli