18 desember, 2007

Sögur

Eins og þið vitið þá hef ég ekki skrifað mikið síðustu vikur (og mánuði), ástæðan er sú að ég er niðursokkinn í vinnuna mína. Vinnan mín fjallar um að kenna börnum hvernig á að hegða sér í stofnanaumhverfi, en aðallega að passa börn.

Í dag þá fórum við í Kirkjuferð og presturinn var að segja sögu, var að tala um kertin á aðventukransinum og benti á síðasta kertið (Betlehemskertið) og spurði hvort einhver vissi hvað það hét, svo var ekki og þá sagði hann "hvar fæddist jólabarnið?"
Þá heyrðist í snillingnum sem er í mínum hóp "Það var í maganum á mömmunni og kom úr honum"
Og þá bætti ein stúlka við "Já og þá dó mamma barnsins" (veit nú ekki hvaðan það kom... ).

Það eru mjög skemmtilegar stundir stundum í skólanum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli