Það er búið að fjalla mikið um evru, matarskatt, hátt verðlag og margt af sama brunni síðastliðna daga.
Í útvarpsfréttum í dag (14-01-07) klukkan sex var viðtal við Bjarna Ármannsson, forstjóra Glitnis, þar sem hann segir að allt tal um evru sé óraunverulegt. Nokkrum fréttum síðar var viðtal við dósent þar sem hann segir að upptaka evru mundi auka samkeppni og lækka matarverð.
Þið sjáið hvernig umræðan er.
Það var samt ein mikilvæg frétt sem kom í gær á Stöð 2 (13-01-07). Það var talað við formann Landssambands bakarameistara og hann sagði frá því að skýringuna á háu verði á brauði væri launakostnaður og sú staðreynd að íslenskir neytendur væru tilbúnir að greiða uppsett verð. Fréttamaðurinn endaði á því að spyrja hvort íslenskir neytendur væri fólk sem væri að láta hafa sig af fífli.
En ef þið hugsið um þessa frétt um brauðið þá ættuð þið að átta ykkur á því að þarna er stór sannleikur. Ef neytendur eru tilbúnir að greiða hátt verð þá mun launakostnaður hækka, það er að segja fólkið sem er að baka brauðið græðir meira. Einfaldur, fallegur sannleikur.
Nú er verið að fara lækka matarskattinn. En ef fólk er tilbúið að greiða hátt verð fyrir matvöru, mun þá verðið eitthvað haldast lágt í lengri tíma? Verður ekki eitthvað annað að koma til heldur en lækkun á skatti?
Einstaklingurinn vill græða á sinni vinnu, hann vill fá vel borgað fyrir hana, hann vill lifa hátt á sinni vinnu. Allir vilja þetta svo alls staðar eru hækkun á launakostnaði með tilheyrandi hækkun á verðinu. Græðgi kallast þetta. En hver á að hætta? Er það möguleiki að hætta þessari þróun? Einstaklingurinn sem hættir þessu, hann mun bara tapa á þessu þar sem allt hækkar í verði nema laun hans.
Ég er ekki með neina lausn. Ég veit ekki einu sinni hvort að þetta sé rétt greint hjá mér... hvað haldið þið?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli