En ein merkilega fréttin kom í gær. Í henni kom hagfræðingur frá Kaupþing og fjallaði um það að það hefði komið smá kæling í efnahagslífinu vegna þess að útlendingar hafa komið í þjónustu- og byggingavinnu. Þeir hafi gert það að verkum að laun í þeim geira hafa staðið í stað eða jafnvel lækkað á meðan annars staðar var launaskrið.
Fannst þetta frekar merkilegt að það væri jákvætt að vegna þess að ákveðin flokkur manna væri að halda aftur af launum í tveimur geirum í atvinnulífinu á meðan allir aðrir væru að fara fram úr þeim. Ætli það verði ekki eftir nokkur ár að útlendingum verði kennt um hversu lág laun eru í þjónustu- og byggingariðnaðinum.
Af hverju er þetta ekki grein niður í kjölinn, athugað hvers vegna þetta mikla launaskrið er í gangi og hvaða áhrif það hefur á íslenskt samfélag yfir heildina. Og hvað þarf að gera þannig að allir verði jafnir en ekki að einhverjir hópar verða skyldir eftir vegna þess að því var ekki reddað yfir allt Ísland heldur var bara einhver fámennur hópur sem tók á sig kjaraskerðingu vegna einhvers sem allt samfélagið tekur þátt í.
En já, ég er búin að vera skipuleggja mig nokkuð mikið. Hef verði að fara í gegnum herbergið mitt og skipuleggja það mun betur en það var. Nú er ég að hugsa um hvað ég eigi að gera við bókasafnið mitt, finnst það of stórt og verð einhvern vegin að grisja það og bæta. Það sama með allt mitt dót sem ég á. Er búin að vera henda og taka til. Er að lesa bók sem hefur verið að beina mér á rétta leið. Hún hefur svona aðeins ýtt við mér, ekkert sérstaklega skemmtileg bók og alltof bandarísk á köflum en eins og ég sagði, hefur ýtt við mér. Núna eru fjármálin til skoðunar og las nefnilega bók um það sem útskýrði fyrir mér ýmislegt sem ég var í vandræðum með og ætla að fara aðeins í það sem hún var að tala um.
Er með hugann fullan af hugmyndum og hitt og þetta og get varla róað hugann á mér. Er að skrifa nokkuð í ritgerðinni en það fer hægt aftur af stað. Er einhver annar þarna úti sem er að skrifa um kynfræðslu og getur jumpstartað mér?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli