09 janúar, 2007

Hugmynd af Sögu

Ég var í baði áðan, sat þar í Dove-freyðibaði, með Pepsi max lime og las teiknimyndasöguna Whiteout eftir Grec Rucka, teiknuð af Seve Leieber. Bókin var mjög góð og hef ég ákveðið að fjárfesta í þessari bók, teikningarnar voru góðar og sagan áhugaverð og eitthvað fyrir minn smekk.

Þegar ég kláraði hana og lét hana frá mér þá kviknaði hugmynd af teiknimyndasögu. Hef stundum velt mér upp úr þessu formi, hvort að ég gæti skrifað sögu sem mundi skila sér á því formi og sú saga fæddist rétt áðan.

Þegar ég hitti HL þá ætla ég að spyrja hann hvort hann gæti teiknað fyrir mig og hvernig ætti ég að skrifa söguna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli