Fór loksins á Children of Men í bíó í gær. Lenti auðvitað í lang minnsta salnum í Háskólabíó en fékk afslátt vegna Moggans. Ferlegt að hafa ekki séð hana í sal 1 með geggjuðu hljóðkerfi.
En svona er lífið.
Ert ÞÚ búin að sjá hana?
Annars hef ég lítið að segja.
Jú ég fór í nexus um daginn og var að skoða ritin þar þegar ég heyrði samtal stelpu og stráks. Þar sem hann var útskýra fyrir henni hvað sagan 300, eftir Frank Miller, fjallaði um. Sagði frá því að sagan byggðist á sönnum atburðum og að það væri verið að gera bíómynd eftir þessari sögu, fannst það sjálfum fáránlegt að segja að þeir séu að gera bíómynd eftir sögunni þar sem hún byggðist á raunverulegum atburðum. Stelpan hváði og ískraði og var rosa hissa hvað strákurinn vissi mikið og hann játaði því.
Á meðan var ég að horfa á japanskar manga teiknimyndasögur og það sauð á mér. Merkikerti sem hafði ekki hundsvit á því sem hann var að segja og var að troða þeirri vitleysu í einhverja stelpu og sagði að hann væri gáfaður drengur. Mig langaði svo að segja "fyrirgefðu, ég komst ekki hjá því að heyra hvað þið voruð að tala um og ég verð að leiðrétta nokkur atriði hjá þér. Sko, hann Frank Miller skrifaði þessa sögu upp úr þjóðsögunni um Spartverja. Ég held að það sé vitað að Spartverjar vörðust persa her í skarði og það hafi verið frekar ójafnt hlutfalla á milli Spörtu og Persíu en Sparta hafi farið með sigur að hólmi. En það er ekki vitað með sanni meira en það. Það sem Frank gerði var að skapa skáldsagnarpersónur í kringum þessa atburði og láði þeim nöfn og persónuleika og fyllti síðan söguna af miklu testósterón sem er nú fangamerki hans í flestum sögum. Bíómyndin er byggð á þeirri sögu, þessari skáldsögu sem byggð er á sönnum atburðum. Síðan má bæta því við að mér þykir leitt að hafa kúkað í garðinn hjá þér en ég get bara ekki staðið hjá og hlustað einhverja vitleysu."
En það gerði ég ekki. Ég beit í tunguna mína og lofaði sjálfum mér að blogga um þetta.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli