Þann 15. janúar síðastliðin þá rann upp einn af merkisdögunum á þessu ári. Þetta var fyrsti dagurinn þar sem ég tók ekki verkjalyf. Skammtarnir höfðu að vísu farið minnkandi og hafði bara tekið um helgina 4oo mg af íbúfen við morgunverðarborðið.
Ég er búin að vera eta verkjalyf síðan á Þorláksmessu, frá 23. desember til 14. janúar. Mismundandi hvað skammtarnir voru stórir en þegar þeir voru stærstir þá var ég að taka 2 parkódín 500 mg og eina 400 mg íbúfen, 3svar á dag. Kom meira segja einu sinni fyrir mig að ég fékk svona lyfjamók (lyfjavímu), var ekki alveg að fíla það.
Ástæðan fyrir öllu þessu töfluáti var herra endajaxl. Ég var víst með einhverjar snúnar rætur á endajöxlunum í neðri gómnum. Báðir endajaxlarnir voru með vandræði þegar þeir voru rifnir út, kom upp sársauki og þetta var lengi að gróa.
En nú horfi allt á betri veg og ég sé næstu daga í jákvæðu og lyfjalausu ljósi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli