33 hours and counting!
Já samkvæmt því sem Herra Bush sagði þá eru 33 tímar þangað til að BNA gera árás á Írak. Hann setti þeim úrslitakosti og ætlar að fara inn!
Hvað er að gerast? Afhverju er þetta valkosturinn sem er tekinn? Afhverju langar Bus og félögum í stríð? Margir eru búnir að nefna olíu og pening, but I dont buy that! Ég trúi því ekki að það sé ástæðan fyrir því að þeir séu að gera árás. Hann Bush kallin sagði í ávarpi sínu að hann væri að gera árás á Írak vegna þess að það er bara spurning um tíma hvenær hann Saddam gerir eitthvað ljótt við BNA og vini hans. En við vitum öll að það er frekar langt í að hann geri eitthvað á næstunni. Svo afhverju vill ekki Bush kallin fá Örrygisráðið til þess að vinna með sér? Afhverju vill hann þjóta þarna inn? Það kosta auðvitað miljónir að vera með svona stóran her fyrir utan Írak og kannski vill hann nota herinn í staðinn fyrir að láta hann bíða og reikningurinn mundi hlaupa upp á miljónir.
Afhverju? Er það eitthvað testórsterón? Eða eru BNA að segja við heiminn "if you mess with us then we will mess with you!"?
En eitt veit ég... ég vona að þeir klúðri þessu, ég vona að þetta verði víetnam stríð nr. 2. Að þeir tapi þessu. Jú það mundi þýða enn meiri þjáningar fyrir írönsku þjóðina en ýmindið ykkur ef þeir sigra Saddam með þessum hætti. Það mun þýða að það verðir undirstrikað að þeir eru herraþjóð í þessum heimi og það getur engið stöðvað þá á næstunni.
Síðan má ekki gleyma því að stjórnendur Íslands eru meðfylgjandi þessari árás.
Einn sem er að spá í eggjakaupum
Engin ummæli:
Skrifa ummæli