Þunglyndi
Já ég er þunglyndur. Búin að vera það í einn og hálfan dag! Það er viss bölvun að fara til útlanda. Sú bölvun heitir heimkoman.
Ég fílaði ekki að vera í rútunni og vita það að ég er aftur komin til Íslands. Það var ekki góð tilffining. Það lagðist á mig einhver þungi sem er ekki ennþá farin af mér, ég veit að það mun taka svona tvær vikur fyrir þennan þunga að hverfa af öxlunum á mér.
Ísland er gott land! Ég er alveg á því að þetta sker er eitt það fallegasta í heiminum og að fólkið á því sé frábært. En ég er einhvern vegin komin með smá leið. Ég vil fara út (og er á leiðinni!). Að búa í útlöndum í ár eða jafnvel lengur er draumur sem mun verða að veruleika! Þess vegna er stundum erfitt að koma heim... vitandi það að það er soldið langt þangað til að draumurinn rætist.
Útþrá.... núna langar mest að fara sofa og vakna svo í útlöndum!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli