Enn meira um stríðið
Ég veit að ég ætti að tala um eitthvað annað en stríð en ég verð að koma þessu frá mér.
Ég held að ég viti afhverju Hr. Bush gerði árás á Írak!
Eins og ég hef sagt áður þá trúi ég ekki ástæðunum sem hann nefnir fyrir stríðinu en ég trúi ekki heldur ástæðum “friðarsinna” sem þeir nefna sem tilgangurinn (þ.e.a.s olía og peningar).
Ég held að hr. Bush hafi verið búin að ákveða að hann myndi fara í stríð við Írak áður en hans kjörtímabili mundi ljúka. Ég held að hann hafi mætt í kosninabaráttuna með það í huga að hann myndi hreinsa til í Írak áður en yfir lyki.
Ég held að ástæðurnar sem hann gefur sér er ekki að það borgi sig, að það er ekki sú að hann er að klára það sem pabbi hans hafi byrjað á. Ég held að hann haldi að Hr. Saddam sé bara vondur maður og það þurfi að ýta honum úr stóli, með góðu eða illu.
Ef 11. september hefði aldrei gerst þá hefði þetta stríð samt orðið að veruleika! Hann hefði leikið sama leikinn með SÞ og farið í stríð með þá hugmynd að BNA væri “staðföst” þjóð!
Þess vegna skiptir það hann engu máli hvað við segjum! Vegna þess að hann veit að það er ekki olían sem hann er að sækjast eftir (þó að hún sé góður bónus). Heldur er ástæðan einhver sannfæring um að það sé til illska í heiminum og hann er þarna til að hreinsa til (I have come here to take out the trash).
Einn sem er komin með leið á því að hugsa um stríð
Engin ummæli:
Skrifa ummæli