03 mars, 2003

SIVAR ÍÞRÓTTAKAPPI

Já Sivar er orðin official íþróttakappi! Hann tók þátt í Íslandsmóti í körfubolta! Spilaði meira segja fyrir lið sem er í deild! Annari deild...

Já hann Sivar skrapp í bíó með nokkrum kunningjum sínum á Laugardaginn (Daredevil! nokkuð fín mynd). Þar hitti hann kunningja sinn sem bauð honum að taka þátt í körfubolta keppni... Íslandsmóti! Það mundi seint segjast að Sivar sé mikil íþróttamaður. Hefur aldrei æft nokkra íþrótt nema badminton, og það gerðist þegar hann var 12 ára, og hefur aldrei keppt í neinu (alla vega ekki með alvarlegum augum).

En Sivar sló til! hve oft fær maður tækifæri til þess að taka þátt í Íslandsmóti í körfubolta í annari deild?

Ég átti að keppa fyrir hönd Reynis á Hellisandi, eitthvað annað deildar lið sem ég hafði aldrei heyrt um! Þeim vantaði leikmenn til þess að geta spilað leikin þvi ef þeir voru ekki með nógu marga þá mundu þeir vera dæmdir úr keppni. Mér skildist á kunningjanum að það mundu vera þrír leikmenn Reynis á svæðinu.

Ég var vakin klukkan hálf níu að morgni sunnudags (hafði þá sofað í 3 klukkutíma vegna sjónvarpsgláps) og sagt að ég yrði sóttur. Var safnað 4 drengjum saman í breiðholtinu og svo var keyrt áleiði til Bakka (við þurftum að taka flug til Vestmannaeyja). Ég sofnaði í bílnum og svaf eiginlega alla bílferðina frá mér. Síðan var okkur hent í flugvél og við skelltum okkur yfir.

það var ekki löng upphitun sem við fengum (um 15 mín fyrir mig en aðrir fengu mun styttri upphitun). Um þetta leyti varð mér ljóst að Reynir frá Hellisandi væri hörmungarlið! Vegna þess að ENGIN af þeim var mættur á leikinn. Og til þess að fá fullskipað lið þá fengum við hann Sindra frá Íþróttafélagi Vestmannaeyja. Þannig að Reyni frá Hellisandi var samasett af einum mótherja og 4 lánsmönnum sem höfðu aldrei æft né keppt í körfubolta og voru flest allir í frekar lélegri þjálfun.

Við byrjuðum fyrsta leikhlutan frekar illa. Þeir völtuðu algerlega yfir okku... það vantaði bara kúst til að sópa brotna egoinu upp! 32-3.... en það var gaman. Við reyndum og reyndum og það gekk alltaf betur og betur hjá okkur. Við vorum byrjaðir að geta sent á milli án þess að það væri að stela alltaf boltanum okkar, við gátum skotið á körfuna og við gátum náð fráköstum (svona í kringum 8 allan leikin). Leikurinn fór 101-27! EKKI fyrir REYNI frá Hellissandi.

Ég gekk af velli mjög ánægður í bragði. Ég hafði ekki skorað eina einustu körfu (en skotið 4 skotum á körfuna) en ég var ánægður! Íslandsmóti í Körfuknattleik!

Hvað margir menn í minni stöðu geta sagt það! Ekki margir!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli