25 febrúar, 2003

Djamm og höstl saga frá Laugardeginum!

já ég fór að djamma á laugardaginn. Skrapp fyrst á Robert Townsend og sá frekar fínt uppistand. Ég, ásamt Skoðun, fórum niður í bæ og kíktum á Ara í Ögri, hittum þar Kidda og nokkra gamla félaga úr Aragenginu. Drukkum nokkra bjóra. Ég var frekar þreyttur þar sem ég hafði sofið frekar lítð nóttina áður og hafði vaknað eldsnemma til að taka þáttí námskeiði sem ég var í. En já.... eftir að fólk hafði týnst í burtu og okkur var bolað til hliðar af einum starfsmanni Ara í Ögra (Ingun.. held ég að hún heiti)... þá ákváðum við að fara á röltið.. skoðunin vildi endilega hitta einhverja gellu á Victor og við skruppum á Nellys á leiðinni þangað. Ekkert sást á Nellys (þótt að ég hafi verið frekar léttur). En síðan lá leiðin niður á Victor...... dadara!

Sviti, Reykur, fýla, fullt af fullu fólki, þröngt, sleypt á gólfinu út af sambland af helltum bjór, svita og ælu... með öðrum orðum. Það var venjulegt djamm kvöld á Íslenskum skemmtistað. Ég rölti um ásamt Kidda... skoðunin týndist fljótt í mannhafinu við leit sinni af stúlkukindinni. Eftir smá rölt stoppaði ég og kiddi og hölluðum okkur að vegg og virtum fyrir okkur mannfólkið. Þá stoppaði kvennmaður hjá mér og leit á mig og sagði "cool hár". Síðan rölti hún áfram með vinkonum sínum.... Kiddi pikkaði í mig og sagði mér að lappa á eftir henni! Ég sagði nei, ég vildi það ekki.

Þessi stelpa var nokkuð flott, á mínum aldri kannski nokkrum árum eldri, smekklega klædd og virtist ekki vera svo drukkinn. En ég sagði við sjálfan mig "ég vil ekki líta svo desperate út að hlaupa á eftir hrósi" og síðan var þetta bara hrós... það þarf ekkert hösl að vera í gangi til þess að hrós fari af stað... er það nokkuð?

En já... ekki leið á löngu áður en hún kom aftur röltandi framhjá og sama sagan endurtókn sig nema nú strauk hún um hárið. Kiddi ýtti enn meira á mig en ég varð enn þrjóskari og lýsti skoðun minni að þetta væri nú bara hrós og ekkert annað. En við fórum samt á röltið... ég ákvað að fá mér eitthvað að drekka... stímdi á barin og pantaði mér sprite. Sá þá konuna, hún horfið á móti og Vola! Hún lappaði til mín tók allhressilega í hárið og sagði "þú ert með geðveikt hár". Ég brosti bara við þessu og kinkaði kolli "ég veit". Hún spurði hvort ég vildi dansa með sér og ég jánkaði því... "hví ekki".

Kiddi stökk þá í burtu og ég sá rétt í skoðunina í smá tíma. Þannig að ég var einn með kvennmaninum!

Að dansa við hana var ekki skemmtilegt þar sem við virtumst alltaf að vera í sitthvorum taktinum og þegar ég reyndi að fylgja henni þá fór ég bara að rekast í hana eða stíga á tærnar á henni. En við rembdust við í smá tíma og allt í einu fór hún að hneppa skyrtunni minni! SKÍTUR hugsaði ég og vissi ekkert hvað ég átti að gera. Var í einhverjum bláum indjána bol sem ég keypti út í London ´95 orðin frekar lúin og tættur. Eftir að hún hneppti skyrtunni niður þá strauk hún yfir brjóstkassan á mér og þá heyrðist í henni "hva engin hár"..." nei þau eru öll á hausnum"... Halló... hvað átti ég að gera... en þettta sló hana ekki af laginu... Fórum og fengum okkur bjór saman og þá fórum við að spjalla (BAD MOVE). Hún spurði mig alls konar spurningar um hitt og þetta "hvaða tónlist hlustaru á?" "Bara svona allt.. U2, Mike Oldfield, mest megnis rólega tónlist" "hva ekkert rokk?" "jú jú það fylgir líka" þá komu umræður um hárið og skeggið og hún spurði afhverju... síðan fór umræðan um menntun og vinnu og alltaf fór hún djúpt í málefnið... "afhverju?" "hvers vegna".

Síðan kom að því að ég spurði hana. "Hvað gerir þú?" "vil ekki segja" "ertu í skóla eða vinnu?" " vil ekki segja!" osfvr. Með herkjum þá komst ég að því hvað hún héti... og að hún átti dóttur (þegar hún komst að því að ég vann í leikskóla).

Þetta hélst svona áfram... Hún lýsti því yfir að ég væri draumprinsinn hennar og það væri bara allt... hárið, menntunin, útlit... osfrv. Bara draumprinns!

Síðan reyndi hún að kyssa mig! Það var bara mottóið "ALLT INN OG ÞAÐ STRAX!" það var bara troðið tungunni og og sveiflað henni til hliðar. Fann áfengis og tóbaks bragðið af tungunni og það var ekki geðslegt!

Á þessum tímapunkti var ég að spá í því að flýja! Kleppsmatur! Hún var annað hvort allt of drukkin eða að hugsa um það að halda framhjá einhverju! Og í báðum tilvikum þá var það ekki heillandi! En ég ákvað það að vera áfram.. sjá hvað gerðist... ég vissi það að ég mundi aldrei sofa hjá henni þar sem ég er þekktur fyrir að beila í burtu þegar svoan ástand kemur og ég fýla það ekki (og já... ég sé ekki mikið eftir því þegar það gerðist... bara stundum... ok... nokkuð oft... æji farið í rassgat!).

Til að reyna að enda þetta þá fórum við í einkapartí hjá vinkonu hennar, sátum þar í smá stund og mér fannst það eigi skemmtilegt! Síðan tókum við leigubíl (með tilheyrandi óþægilegum tunguslefum og þukli). Hún kvaddi og tók niður emailið mitt og ég fór heim! Skreið upp í rúm klukkan 07:30, dauðþreyttur!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli