Póstur fyrir Roleplay nörda og aðra bjána
Ég hef verið að spá í byssu reglum fyrir d20 kerfið. Ég las reglurnar í Call of Cthulu, D20 Modern, spycraft og fleiri D20 kerfum og var ekki sáttur við þær reglur sem voru settar fram þar. Þannig að ég ákvað að búa til reglur sjálfur.
Þær eiga að vera raunverulegar en samt vera jafn auðveldar og D20 kerfið er. Þær eiga að sýna að byssur eru hættuleg vopn. Þegar ég fór að búa þetta til þá komst ég að því að hit punkta kerfið er ekki þægilegt fyrir byssu kerfi. Þú byrjar sem vemiltíta og síðan verður ósigranlegur! Mig langaði að maður geti þolað eitt, jafnvel tvö skot á 1sta level og það á ekki að breytast gríðarlega mikið eftir levelum, á að breytast en ekkert rosalega.
Svo að ég breytti hit punktum í wound points (Con statið) og vitality points (1d4+1 lvl). Þessi regla er tekin úr Polyhydron tímariti sem kom út í mars 2002.
Byssur gera frá 1d4 (.22 kalibera skot) í skaða upp í 3d10 (.50 kalibera vélbyssu skot). Allir þeir sem kunna ekki á byssur fá -4 á hit roll. En það sem mun valda mestu vandræðunum er burst fire. Ég hugsa að ég hafi það eins og í palladium kerfinu, að maður kastar bara einu kasti og margfaldir skaðan. Hin lausnin er að kasta fyrir hverja kúlu og stækka mínusinn í hvert skipti en það mun valda mörgum of miklum heilabrotum þannig að ég hugsa að ég sleppi því.
Ef maður skýtur á einn mann þá eru minni líkur á að hitta hann en skaðin er margfaldaður... hvernig er hægt að gera þetta öðruvísi? Eru meiri líkur á því að maður hitti ef maður skýtur mörgum skotum? hmm... kannski.... en það er allavega meiri skaði og til þess að hafa balance í þessu þá þarf eitthvað að koma í staðinn. Maður fær plús á hitt ef maður er í point black skoti og maður gerir coup de grace ef maður hittir.... MUNIÐ: works both ways!
Síðan geta mörg feat minnkað mínusinn á burst osfrv.
Þetta eru svona basic hugmyndirnar mínar! Ef einhver vill fá nánari lýsingu þá getur hann sagt það í röflinu!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli