03 febrúar, 2003

Vinna vinna vinna vinna vinna

Ég er búin að komast að því að það fer mér ekkert að vinna. Það kemur passar ekki við fötin sem ég er í og maður verður bara hálfhallærislegur sjálfur með því að vinna. En ég er búin að vera vinna mikið upp á síðkastið. Já, ég er að tuða yfir því!

Og ætla að halda áfram að gera það. Sko! Þegar ég vinn svona mikið þá nenni ég ekki að lesa eða skrifa.. hætti því alveg.. hætti að undirbúa mikið fyrir spila session (þó að spileríið á laugardaginn hafi verið exeption) og er bara hálf heiladauður.. vill helst bara horfa á imbann!

Ekki er það nú gott!

Og svona til að toppa þetta þá bendi ég á námurnar þar sem hann Salomon er búin að skrifa hreint æðislegan póst um öryrkja.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli