Skóli = verksmiðja???
Ég er búin að vera kenna í smá tíma og er að komast betur og betur að því að kennslan í okkar kennslustofum byggist á hugsunum verksmiðju. "Komið inn og setjist, hafið þögn og vinnufrið. Gerið verkefni, skilið verkefni, gerið próf, fáið einkannir" Stimplun, endalaus stimplun, maður hefur ekki tíma til þess að staldra við og fara djúpt í efni. Það er ekki tími til þess.
Alltaf eru það verkefnin. Síðan ætlar maður að staldra við og gera eitthvað annað, eitthvað til þess að dýpka skilningin hjá fólki en krakkarnir vilja það ekki "ég hlusta í svona umræðum, getum við ekki gert heimaverkefnin, það er smá verkefni eftir". Þau eru ekki vön því að þau séu spurð álits á einhverju, þau eru ekki vön því að tjá sig og ekki heldur að hugsa. Já ekki vön því að hugsa. Því hver hefur tíma að hugsa þega hann er að þjóta á milli kennslustofa til þess að klára verkefni.
Það er öðruvísi reynsla að vera hinum megin við kennaraborðið
Engin ummæli:
Skrifa ummæli