06 febrúar, 2003

Tilgangur

Við borðum, sofum, ríðum, ferðumst með bílum, löppum stundum, horfum á bíómyndir, lesum bækur, spilum borðspil, leikum okkur í rólum, förum til útlanda, drekkum áfengi, hlæjum að brandörum, byggjum stíflur, sláum gras, reykjum gras ofl., förum á netið, púslum, vinnum, fáum pening, byggjum hús, leikum okkur í tölvum, horfum á sjónvarp, hlæjum að dorktower brandörum, látum okkur leiðast, eignumst börn, ölum upp börn, lærum, göngum í skóla, þroskumst, vinnum enn meira, kaupum bíl, keyrum, verðum fyrir ofbeldi, gleðjumst með vinum, borðum enn meira, vinnum enn meira, förum í sumarbústað, byggjum sumarbústað, kíkjum í heimsókn, förum í stríð, skjótum "vonda" kallin, förum í fangelsi, förum í hóruhús, eldumst, flytjum á elliheimili, fáum sjúkdóma, gleymum einhverju, förum í sund, skrifum bækur, teiknum myndir, munum það aftur, fæðumst og síðan deyjum við.

Hver er tilgangurinn með þessu öllu?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli