13 febrúar, 2003

Fegurð

Mér hefur fundist heimurinn alltaf verið fallegur og flest allt það sem er í honum. Méf hefur fundist þetta líf vera svo merkilegt að ég hef ekki átt orð yfir að lýsa því. Allir hlutir, tilfinningar, að tjá sig, að sjá, að uppflifa það sem lífið býður upp á. Heimurinn okkar er einstakur og allt það sem í honum er. Hver einasta manneskja sem við hittum er stórkostleg, hver einasta upplifun ætti að vera stórkostleg.

Ýmindið ykkur það að þið eruð að horfa á ykkur sjálf og færið síðan sjónlínu ykkar upp, horfið ofan á ykkur. Farið síðan upp og horfið niður á húsið sem þið búið í, sjáið allt fólkið sem er að fara framhjá húsinu, hvort sem það er í bílum eða fótgangandi, hvert ætli þetta fólk sé að fara? Hvað ætli það heiti? Hvar á það heima? Hækkið upp og horfið niður á borgina sem þið lifið í, sjáið fyrir ykkur allt þetta fólk sem er þarna niðri. Ætli þetta líti ekki út eins og mauraþúfa þaðan sem þið eruð. Hvað eru margir í þessari borg? Þúsundir? Hundruði þúsunda? Hvaða áhugamál ætli þetta fólk hafi? Ætli því finnist gaman í vinnunni sinni? Hækkið ykkur enn meira og sjáið fyrir ykkur landið sem þið búið í. Sjáið þið fyrir ykkur þær borgir sem sem eru í þessu landi, hvað margar? Afhverju ætli þær hafi byggst upp á þessum stað en ekki öðrum? Hvað ætli margir lifi í þeim? Hækkið enn meira og sjáið öll þau lönd sem eru í kringum ykkur. Hvað margar borgir? Hvað mikið af fólki? Hvað mikið af tilffiningum?

Þetta er stórkostlegur heimur sem við búum í! En það fer rosalegur tími í þjáningar hja okkur. Afhverju þarf það að vera svo?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli