Tanntaka
Ég hef ekki bloggað í frekar langan tíma. Aðalega vegna þess að það er búið að vera mikið að gera í vinnunni og síðan er ég búin að vera hálf veikur síðastliðna daga. Ekki beint veikur heldur var endajaxl að pirra mig. Í vinstri efri góm var endajax að gægjast út í heimin og var komin hálfa leið út í kinn. Það var allt orðið bólgið og leiðinlegt. Síðan var ég byrjaður að vera sjúklega andfúll og fann alltaf hræðilegt óbragð í munninum.
Búin að vera hálf pirraður yfir þessu en svo fór ég til tannsa í gær. Ég ætlaði bara að fara í tjékk vegna þess að síðast þegar ég fór í endajaxlatöku þá þýddi það einn og hálfstíma seta í tannlæknastólnum á meðan "sadó" var að stinga, bora, skera, lemja burt EINN endajaxl. Síðan var ég með þvílíkan sársauka í viku eftir á. Ég var búin að lofa sjálfum mér að ég mundi bara láta sérfræðinga sjá um þessi mál. En síðan kom ég til tannsa og hann skoðaði málið og sagði að hann treysti sér alveg til þess að kippa þessum út... hann væri komin langt út og þar sem það er auðveldara að kippa tönn úr efri gómi í burtu þá ætti það að vera ekkert mál.
Ég var skíthræddur! Þegar ég var lítill þá skildi ég ekki þennan ótta við tannlækna, ég fór til tannlæknis og hann boraði og skrapaði osfrv og það var ekkert mál. Síðan fór ég til "sadó" og þá kynntist ég hræðslu, martröðum og barnslegum ótta við þetta fólk sem menntar sig í því að "gera við" tennurnar í okkur. Oft þá hugsa ég til tannlækna og ég fæ svona óttatilfinningu í magann.
En hann tók tönnina úr. Það tók ekki meira en tvær sekúndur.. MESTA lagi tvær! Deyfinginn var ekkert sársaukafull og á meðan ég var að dofna þá gerði hann við fyllingu sem matarleifar höfðu safnast undir og skapað þessa ógeðslegu lykt (og þegar hann var að bora þá gaus upp þessi viðbjóðslegu lykt sem er ólýsanleg). Síðan sagðist hann ætla að taka tönnina og tók einhverja pinna og setti sig í stellingar...
Ég setti mig í stellingar, lokaði augunum, greip um stólarmana og þrýsti neglunum í þá og hugsaði með mér hvað það væri nú gott að fá mömmu til þess að geta haldið í höndina á henni! Fann fyrir því að hann stakk þessum pinna inn í munnin á mér og síðan heyrði ég brothljóð (sem ég kannaðist við fá reynslunni af "sadó") og síðan færði kallin sig og lét tönnina detta á álbakkan sem var hliðiná mér!
Ég hefði getað faðmað mannin. Engin sársauki, ekkert! Tönnin hvarf, ekkert vesen, ekkert rugl!
Segir einn sem er einni tönn færri!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli