Litblinda
Ég "þjáist" af einkennum sem þekkjast undir nafniu litlblinda. Ég held að ég sé nánar tiltekið með "Protanomaly"
Litblinda. Ég einfaldlega sé ekki alveg eins liti. Mig grunar að ég sjái liti daufari heldur en annað fólk. Norðurljósin eru til dæmir með enga litamismun. Ég hef einu sinni séð litamismunn á Norðurljósunum og það var stórkostlegt. En oftast sé ég bara grán borða upp í himnum. Þetta háir mér ekki neitt. Ég sé alveg umferðarljósin og svo framvegis. En að velja á milli brúna og græna liti er það versta sem ég geri og ég forðast að klæðast öllu sem gæti hugsanlega verið fjólublátt.
Þetta uppgvötaðist ekki fyrr en ég var að taka bílprófið mitt. Áður fyrr grunaði mig þetta, sérstaklega þegar ég sá ekki neitt úr litaspjöldunum en það var aldrei sagt neitt við mig. Maður ýmindar sér munin á skilningum sem hefði fengiðí listatímanum ef maður hefði fengið greininguna fyrr. Þá hefði engið kvartað yfir litavalinu mínu!
En svona er lífið!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli