22 janúar, 2003

Hægri menn

Ég hneykslast stundum á hægri mönnum... eða réttara sagt mönnum sem eru hægri sinnaðir í pólítískri hugsun. Þ'eirra hugmyndafræði er kapítalisminn og grunnurinn að kapítalisma er náttúran! Já náttúran... sá hæfasti lifir af. Samkeppni í allt... og þá fær maður hæfasta mannin sem efstan. Sá sem er bestur að höndla samkeppnina og stendur sig best í starfinu á auðvitað að halda vinnunni en hinir sem standa sig illa eiga að missa vinnuna. Er það ekki hugmyndafræði hægri manna. Að minkka skatta svo að einstaklingur sem stendur sig vel í vinnu þurfi ekki að halda einhverjum sem standa sig illa uppi.

Stundum er ég sammála þessu. Stundum hugsa ég að kannski er þetta rétta hugsunin. Að einstaklingur er sinn gæfu smiður og hann á að smíða sér sín örlög. Að einstaklingur sem er það viljalaus að geta ekki fengið sér almennilega vinnu eða menntun eigi bara skilið að rotna! Það hugsa ég þegar ég er þreyttur á heimunum og er að gefast upp á þessu blessaða mannfólki.

En oftast er ég hneykslaður á þessu fólki sem lætur þetta út úr sér. Það mætti halda að þetta fólk hafi alls ekki hitt fólk sem þarf á samfélagsþjónustu að halda. Og auðvitað eiga allir að taka þátt í því að borga fyrir þessa þjónustu. Það eru ekki allir menntaðir eða með hálfa miljón á mánuði. Það geta ekki allir verið það! Við þurfum líka fólk sem vinnur nauðsynlega láglauna vinnu! Þannig virkar samfélag! Síðan er eins og þessir hægri menn hugsi ekki til framtíðarinnar. Það geta allir lent í því að örkumlast, fá geðsjúkdóm eða þvíumlíkt. Jafnvel gæti það eignast barn sem er andlega eða líkamlega fatlað (þó að líkurnar á því séu litlar og fara minnkandi vegna "góðra" vísinda). Hvað þá? Nú samkvæmt þeim þá bara æjæj! Greyji einstaklingurinn... vonum það að hann eigi einhvern pening eða eigi einhvern ættinga sem á pening.

Samfélagið? Uss..... Þetta er dog eat wordl og maður verður bara að lifa svoleiðis!

Mig hefur aldrei fundist kjarni náttúrunnar fallegur

Engin ummæli:

Skrifa ummæli