Ég var gagnrýndur af góðum vini mínum fyrir skrif mín hérna á þessum stað. Til þess að koma í veg fyrir slíkt ætla ég að reyna að segja afhverju ég er að skrifa hérna á vefinn minn.
Ástæðan er einföld. Mig langar til þess. Afhverju er maður að blogga? Til þess að segja eitthvað merkilegt? Oftast þá hefur maður svo lítið að segja að flest af því er nauðaómerkilegt og hvað þá að halda uppi einhverja dagbók sem allir mega lesa. Þegar ég byrjaði að skrifa hérna ákvað ég að bara láta allt flakka, alveg sama hve misgáfað það er. En það mundi aldrei vera neitt persónuleg árás á einhverja persónu. Sérstaklega ekki vini mína.
Ég hef oft tekið þátt í umræðum um pólítik og oft er ég ekkert viss á því hvaða málstað ég á að taka og oft þá hljómar rökin sem umtalaði vinur mun betur. En stundum er maður pirraður og þreyttur á hinum og þessum hlutum og lætur ýmislegt flakka sem á kannski ekki að fara út. En það verður bara að gerast!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli