Fáfræði gagnvart hlutverkaspilum
Ég hef upplifað það nokkrum sinnum. Að fólk verði undrandi á því að heyra hvað það er og skilji síðan ekki upp né niður í því afhverju maður er að spila þetta. En það er öruglega sama svar og ef maður spyr fólk sem eyðir klukkutímunum saman að berja bolta sem járnstöng ofan í holur sem er marga tugi metra frá því. Þetta er gaman. Þetta er bara áhugamál eins og hvert annað áhugamál.
En þessi fáfræði virðist ekki vera þessi venjulega fáfræði vegna þess að hlutverkaspili tekur vondan tón þegar það kemur að ofbeldisverkum sem virðast tengjast þeim. Ég las í dag frétt af sænskum strák sem var afhöggvaður. Hræðilegt mál og þessi drengur virtist hafa spilað hlutverkaspil og jafnvel Larp (live action roleplaying game). Og í fréttunum sem ég las voru setningar eins og "Þessi klúbbur sem hann var í gerðu dauðann rómantískan" og "vampírumorð eru ekki fráheyrð, í Bandaríkjunum situr strákur í fangelsi fyrir að hafa myrt foreldra vinkonu sinnar. Hann spilaði svona vampíruleik" (það má bæta því við að þessi Quates eru ekki tekin beint upp úr blöðunum heldur skrifuð eftir minni). Þessi strákur hafði áhugamál, síðan er hann myrtur á hroðalegan hátt og það er strax farið að tala um áhugamál hans. Ég er 100% viss um að ef hann spilaði golf eða skák þá væri ekki þessi tónn í fjölmiðlum. Ekkert annað en fáfræði!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli