Kalla vandamál
Póstur um kynferðisafbrotamenn
Ég var á fundi í gær þar sem var rætt um stígamót og starfsemi þeirra. Stígamót er félag sem ég er með mjög blendnar tilfinningar til. Mér finnst starfsemi þeirra nokkuð góð en þær virka stundum á mig eins og nöldrandi kellingar. En í gær þá uppgvötaði ég soldið... það tók langan tíma til þessa að síga inn en á endanum gerði það það.
Á fundinum var einn einstaklingur sem sagði að hann væri ósáttur við stígamót vegna þess að þær hugsuðu bara um fórnarlömbin en ekki gerenduna. Hann sagði að það væri engin hjálp fyrir gerendur kynferðisafbrotamanna, þeir væru bara einir og yfirgefnir, jafnvel væru þeir fórnarlömb sjálfir. Ég var eitthvað ósáttur við þetta en gat samt ekki svarað þessu þá. En með tíð og tíma þá sá ég ljósið! Stigamót er kvennafélag! Félag sem var stofnuð af konum til þess að styðja við bakið á öðrum konum sem hafa lent í kynferðisafbrotum. Með tímanum þá hafa nokkrir karlmenn blandast inní þetta en það þurfti smá tíma til þess að stofna hóp í kringum þá. En aðalega eru þetta konur!
Gerendur kynferðisafbrota eru karlmenn! Afhverju ættu kvennfélag að styðja við bakvið á karlmönnum sem hafa vandamál! Það er engin ástæða fyrir því! Þetta er rusl sem karlmenn eru að draga á eftir sér og þeir ættu að andskotast til þess að hyrða upp ruslið sitt! Við karlmenn ættu að hafa það hugrekki að viðurkenna það að þetta er okkar vandamál! Yfir 95% gerenda kynferðisafbrota eru af okkar kyni! Við getum ekki leytað til einhvers kvennfélags til þess að leysa þetta vandamál! Við þurfum að taka á því! Við þurfum að rannsaka afhverju karlmenn gera þetta, við þurfum að veita þeim þann stuðning svo þeir hætta að framkvæma þessa glæpi!
Við þurfum að viðukenna fyrir alheiminum og okkur sjálfum að þetta er vandamál sem er sprottið frá okkur og við þurfum að leysa það!¨
Og hana nú!
Spurning er samt til staðar... karlmenn... eigum við að flá þá lifandi?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli