23 janúar, 2003

Kennsla

Ég er búin að vera smá í forfallarkennslu upp á síðkastið. Með 8 og 9 ára börnum. Það hefur verið mjög ánægjuleg reynsla... en ég verð að spyrja... var svona leiðinlegt í skólanum þegar ég var lítill? Ég er endalaust að láta þau taka upp hinar og þessar mismunandi bækur og láta þau gera verkefni á fullu. Verkefni sem mér finnst alveg drepleiðinleg (nema stærfræðin).

Þau þurfa að sitja í 80 mín og fylla út verkefni um móðurmál... er það eitthvað sem skólakerfið ætti að vera að gera? Ég er búin að vera læra um menntakerfi í nokkur ár og það öskrar allt á mig að svona eigi ekki að gera hlutina... en síðan veit ég það að það er lítð sem fræðimenn geta gert til að breyta þessu. Það hefur verið reynt oftar en einu sinni en það hefur aldrei gengið til lengdar. Og nú er ég að tala um kennslu sem byggist á að læra einhverjar setningar eða orð, sleppa öllu í sambandi við skapandi og örvandi hugsun....

Síðan var ég að komast að því að 7 strákar eru greindir ofvirkir.. af um 500 manna skóla... það gera 1,4%... nú man ég ekkert eftir hvað margir krakkar af heildafjölda eiga að vera ofvirkir og hvað þá að ég muni skekkjumörkin! En mér finnst eitthvað vera að þessu....

Nú er ég bara að röfla!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli