20 mars, 2003

Sivar fer í vörn!

Ég ræddi við góðan vin minn í gær, sem er svo hliðhollur BNA að ég gæti ælt, og hann ýjaði að því að með því að styðja ekki árás BNA þá væri ég að styðja hr. Saddam. Ég er alls EKKI að lýsa stuðning yfir Saddam. Hann er fífl og fáviti og þessi maður ætti ekki að vera við völd!

En það sem ég og aðrir mótmælendur eru að segja er að þetta stríð er ekki nauðsynlegt. Að það hefði átt að reyna friðarleitanir til hinar ítrustu áður en gripið er til vopna. Og ef það er gripið til vopna þá ætti það að vera alþjóðasamkomulag um það.

Ég hefði verið með hnút í maganum ef SÞ hefðu ákveðið að gera eitthvað, en ég hefði ekki getað mótmælt því á neinn hátt. En þegar eitt land er að gera þetta (jú með stuðning 34 ríkja! :Þ ), þá finnst mér eitthvað vera að.

Ég ætla að mæta á mótmæla á lækjartorgi í dag klukkan 17:30! Ætlar þú að mæta?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli