Kveðja Frá Dönum
Jæja þá er maður komin til Kolding og er að rita smá póst í tölvunni hans Ella. Ég verð að játa að þetta var snilldarferð. Auðvelt að komast hingað, tók bara rútu.. flugvél.. lest, tók um 8 tíma að koma í heimsókn til fjölskyldunnar.
Hún Regína var fljót að taka við mér, líka hress og egósentrískur krakki (eins og sumir ættingar hennar). Það er ágætt veður hérna og þetta verða öruglega ánægjulegir dagar.
Bið að heilsa upp á skerið.
E.s. Ég byrjaði að lesa Da Vinci lykilinn e. Dan Brown. Satt að segja þá lýtur hún nokkuð vel út.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli