Fleiri sögur héðan og þaðan
Kláraði Öxin og Jörðin e. Ólaf Gunnarson. Mögnuð bók, skemmtileg aflestrar og áhugaverð sýn á þessa atburði. Hann Ólafur er augljóslega með þá söguskoðun að Danir voru vondir við Íslendinga. Ég get alveg ýmindað mér að svona hafa atburðirnir gerst og að mínu áliti þá var allt sett raunverulega fram.
Byrjaði og kláraði Átta gata Buick e. Stephen King. Fannst hún bara nokkuð skemmtileg, furðuleg á köflum en alveg innan ramma Stephen Kings.
Var veikur á föstudaginn, komin með einhvern hitavott og hálsinn var að farast. Búin að jafna mig á þessu.
Fór í júróvisijón partí á laugardaginn í vinunni og lendi síðan í frekar súru eftirpartíi í Hafnarfirðinum þar sem var hlustað á Leonard Cohen og rætt ýmis merkismál... samt aðallega um vinnuna.
Í gær ryksugaði ég íbúðina og gerði hana fína.
Hef ákveðið að næsta bókatímabil verður sagnfræði. Ætla að reyna lesa nokkrar bækur sem hafa setið upp í hillu í smá tíma. Byrjaður á Six days of war e. Michel B. Oren. Ætti að vera nokkuð áhugaverð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli